Íslenskt lækningatæki veldur byltingu í munnhirðu sjúklinga

Síðasti fræðslufundur SFH og Kvenn á þessum vetri var haldinn í Mannréttindahúsinu þ. 29. maí 2024. Þar fengum við mjög fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur frá Dr. Þorbjörgu Jensdóttur um lækningatækið HAp+, virkni þess og hvaða hugmyndir lágu þar að baki. Einnig fjallaði hún um stofnun fyrirtækja, samskipti við vísinda- og tæknimenn og fjárfesta svo og um markaðssetningu. Fyrirlesturinn var afar gagnlegur og fróðlegum og þökkum við Dr. Þorbjörgu kærlega fyrir.  

Dr. Þorbjörg Jensdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico lauk doktorsnámi í Danmörku og stundaði rannsóknir þeim tengdum á glerungseyðingu tanna. Þær rannsóknir leiddu af sér þróun HAp+, munnsogs-molanna sem örva munnvatnsframleiðslu án þess að eyða glerungi tannanna og sem bæta lífsgæði fólks sem þjáist af munnþurrki. Styrkur HAp+ er fyrst og fremst sá að langvarandi notkun molanna skemmir ekki tennur.
Þorbjörg stofnaði fyrirtækið IceMedico til markaðssetningar, sölu og frekari hönnunar. Mjög stór markaður er fyrir vöru eins og HAp+ því um 400 lyf á Íslandi valda munnþurrki og margir sjúkdómar svo sem Sjögrens heilkenni skerða starfsmi munnvatnskitla og hefur samstarf með fagfólki úr læknavísindunum reynst mjög haldgott til að byggja upp góða lækningavöru og sterkt vörumerki, enda er varan upprunnin úr læknavísindum.   

Dr. Þorbjörg segir HAp+ vera nýsköpun sem teljist til næstu kynslóðar af sælgæti, enda brúi þeir bilið á milli matvælaiðnaðar og tannlæknisfræðinnar. „HAp+ molarnir voru upprunalega þróaðir fyrir fólk sem þjást af munnþurrki,” segir dr. Þorbjörg. „Molarnir örva munnvatnsframleiðslu tuttugufalt og eru þrisvar sinnum virkari en að tyggja tyggigúmmí. Molarnir voru upphaflega þróaðir sem lausn við munnþurrksvandamáli en eru nú að ryðja sér til rúms sem lífstílsvara, enda sykurlausir, kalkbættir, hitaeiningasnauðir og tannvænir.“

HAp⁺ tæknin er afrakstur 15 ára klínískra rannsókna og vöruþróunar í Danmörku og á Íslandi á sviði tannlækninga. Tennur eyðast þegar þær verða fyrir sýruárásum. Munnvatn, sem er örvað af sýru, styrkir tennurnar og heldur þeim heilbrigðum. Þessi þversögn er leyst með einstöku sýru/kalsíum hlutfalli HAp⁺, sem sýrir munnvatnið án þess að gera það tærandi fyrir tennurnar. Þetta skapar áhrifaríkt munnvatnsörvandi efni sem, vegna mikils magns kalsíums, veldur ekki tannskemmdum. HAp⁺ er þannig byggt á einstöku sýru:kalsíum (Ca) hlutfalli; þannig að hýdroxýapatit (Ca₁₀(PO₄)6(OH)₂) steinefnið, þekkt sem HAp, er yfirmettað og kemur þannig í veg fyrir eyðingu á glerungi tannanna. Þannig virkar HAp+ sem mjög hæfur og áhrifaríkt munnhreinsiefni, sem er t.d. þrisvar sinnum áhrifaríkari en tyggigúmmí. Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+, varan sem flokkast sem lækningatæki er klínískt prófuð og er varið með alþjóðlegum einkaleyfum.

Þor­björg var val­in frum­kvöðull árs­ins 2016 af Stjórn­vísi 2016 og fékk GlobalWin viðurkenningu fyrir hugmynd síðan í Bari á Ítalíu árið 2017.

Hlekkir:
IceMedico
Stjórnvísi
GlobalWin

default

Heimsókn frá SideWind

Græn orka í skipaflotanum: Íslenskir frumkvöðlar í fararbroddi

Þann 8. febrúar fengum við frábæra heimsókn frá fyrirtækinu SideWind, hjónin og frumkvöðlanna þau Maríu Kristínu Þrastardóttur og Óskar Svavarsson. Markmið fyrirtækisins er að sýna fram á möguleika vindorku í að minnka kolefnislosun vöru- og gámaflutningaiðnaðarins. SideWind kemur fram með nýja hugmynd sem byggir á plug&play tækni, endurvinnanlegri, hagnýtri og afar hagkvæmri vindtúrbínu á lóðréttum ási (VAWT), sem komið er fyrir í endurnýttum, færanlegum, vegglausum flutningagámum sem virkjar þá vindorku sem flæðir yfir flutningaskip bæði á ferð og við akkeri.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með verkefninu SideWind í framtíðinni.

Sjón er sögu ríkari: Heimasíða SideWind.is

Fréttir frá Hugverkastofu

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki eiga flest skráð einkaleyfi og vörumerki hér á landi

Marel, Össur og Hampiðjan með flest íslensk einkaleyfi innlendra aðila

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki skipa öll efstu fimmtán sætin á lista yfir þau fyrirtæki sem eiga flest einkaleyfi hér á landi. Níu af þeim fimmtán fyrirtækjum sem eiga flest skráð vörumerki eru einnig alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Þau fyrirtæki sem eiga flestar hönnunarskráningar eru fjölbreyttari en meðal þeirra eru erlendir bíla- og úraframleiðendur áberandi. Þessar upplýsingar og margt fleira má finna í nýútgefinni gagnvirkri tölfræði á vef Hugverkastofunnar.

Alls eru skráð tæplega 9.500 einkaleyfi á Íslandi og ríflega 60.000 vörumerki. Hönnunarskráningar eru  ríflega 1.400.

Á síðunni er m.a. hægt að nálgast upplýsingar um umsækjendur og eigendur hugverkaréttinda hér á landi, eftir löndum. Ef aðeins er horft til íslenskra aðila eru í gildi 89 einkaleyfi hér á landi, tæplega 7.000 skráð vörumerki og 129 hönnunarskráningar. Marel á flest einkaleyfi, ellefu talsins og Össur og Hampiðjan næstflest, 10 hvort fyrirtæki. Actavis á flest skrásett vörumerki eða 479,  Ölgerðin Egill Skallagrímsson á 122 og Mjólkursamsalan 93. Flestar hönnunarskráningar eru í eigu einstaklinga.

Þegar horft er til þess hvaðan þau fyrirtæki eru sem eiga flest hugverkaréttindi hér á landi verma bandarísk fyrirtæki toppsætið bæði hvað varðar einkaleyfi og vörumerki. Þýsk fyrirtæki fylgja þeim fast á eftir varðandi hvort tveggja. Flest fyrirtæki sem eiga skráða hönnun eru svissnesk, þá koma íslensk fyrirtæki og bandarísk fyrirtæki eru þar í þriðja sæti.

Hægt er að sækja um skráningu hugverkaréttinda á vef Hugverkastofunnar.

Um Hugverkastofuna

Hlutverk Hugverkastofunnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Stofnunin veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði og vinnur að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi. Hugverkastofan heyrir undir nýtt ráðuneyti háskóla, nýsköpunar og iðnaðar.

Heimsókn SFH í Hugverkastofuna

22. september 2022

Fyrsta fræðslu- og fyrirtækjaheimsókn haustsins var í Hugverkastofuna sem er opinber stofnun undir yfirstjórn háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Stofnunin tók til starfa þ. 1. júlí 1991 undir heitinu „Einkaleyfastofan“ og tók þá við hlutverki einkaleyfa- og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins. Þann 1. júlí 2019 var nafni stofnunarinnar breytt og ber stofnunin nú heitið Hugverkastofan.

Á fundinum fengum við frábæra og mjög gagnlega kynningu á starfsemi stofnunarinnar sem var í höndum Margrétar Ragnarsdóttur lögfræðings hugverkasviðs.  Henni til halds og trausts var Eiríkur Sigurðsson samskiptastjóri.  

Margrét og Eíríkur

Á fundinum fengum við ítarlega og skemmtilega kynningu á starfsemi Hugverkastofu og hinna ýmsu sviða þar á bæ og var fjallað um hugverk og hugverkaréttindi og lagalegan grundvöll stofnunarinnar og umsóknarferli þegar við sækjum um hönnunarvernd, vörumerki og einkaleyfi. Einnig var rætt um viðskiptaleyndarmál og höfundarrétt o.fl. spennandi málefni.

Rétt er að benda á heimasíðu Hugverkastofnunar www.hugverk.is en þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir hugvitsmenn og frumkvöðla. Þar er einnig að finna leitarvél fyrir vörumerki, einkaleyfi og hönnun á Íslandi https://www.hugverk.is/leit/einkaleyfi.

Einnig skal bent á þá viðamiklu ráðgjöf sem öllum hugvitsmönnum og frumkvöðlum stendur til boða hjá stofnuninni.

Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur og skemmtilega og fróðlega fræðslu um hugverk og hugverkavernd sem kemur okkur öllum til góða.

Sjáumst öll í næstu fræðslu- og fyrirtækjaferð!

Fimm Íslendingar hlutu tilnefningar

Fimm Íslend­ing­ar voru til­nefnd­ir og hlutu viður­kenn­ingu á veg­um GlobalWi­in

Guðmundur og Eyþór á verðlaunapalli

Fimm Íslend­ing­ar voru til­nefnd­ir og hlutu viður­kenn­ingu á veg­um GlobalWi­in, sem veit­ir verðlaun fyr­ir bestu upp­finn­ing­una, eða frum­kvöðlaverk­efnið, ár hvert. Tvisvar hef­ur ís­lensk kona unnið aðal­verðlaun­in, en þeim fylg­ir tit­ill­inn: „upp­finn­inga­kona árs­ins.“

Þau sem voru til­nefnd að þessu sinni voru þau María Guðmunds­dótt­ir, fyr­ir tölvu­leik­inn Pa­rity, Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir og Júlí­us Ingi Jóns­son fyr­ir The Lava Show og loks Guðrún Líf Björns­dótt­ir og Guðmund­ur R. Ein­ars­son fyr­ir Skap­alón. 

Ragnhildur og Júlíus ásamt Elinóru Ingu Sigurðardóttur

Verðlaun­in ganga út á að gera kon­ur meira sýni­leg­ar í ný­sköp­un og hvetja þær áfram. Er þetta í fyrsta skipti sem teymi fá viður­kenn­ingu. Því gátu Guðmund­ur og Júlí­us verið meðal til­nefndra, þótt þeir séu ekki kon­ur.

Verðlauna­hátíðin hef­ur ekki farið fram í tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins Covid-19, svo viður­kenn­ing­ar voru veitt­ar þeim sem til­nefnd­ir hafa verið síðastliðin 2 ár.

Guðmund­ur og Eyþór voru einu Íslend­ing­arn­ir sem sáu sér fært að vera viðstadd­ir at­höfn­ina í Lund­ún­um, en El­ínóra Inga Sig­urðardótt­ir, full­trúi Íslands í fram­kvæmda­stjórn GlobalWi­in, út­hlutaði viður­kenn­ing­un­um til hinna í kjöl­farið. 

Eyþór tók á móti verðlaun­um sem “karl­kyns meist­ari”.
Guðmundur hlaut verðlaun fyrir Skapalón

Þá hlaut Dr. Eyþór Ivar Jóns­son viður­kenn­ing­una „Karl­kyns meist­ari“ (e. Male champ­i­on), fyr­ir störf sín í tengsl­um við frum­kvöðlastarf og hvatn­ingu til kvenna í gegn­um árin, en hann er einn af stofn­end­um Akedem­i­as. 

Haldið á Íslandi að ári

Und­ir­bún­ing­ur er þegar haf­inn fyr­ir næstu GlobalWi­in verðlauna­hátíð, sem mun fara fram á Íslandi í sept­em­ber að ári. 

Fljót­lega verður haf­ist handa við að til­nefna kon­ur til viður­kenn­ing­ar fyr­ir ný­sköp­un. Alþjóðleg dóm­nefnd fer svo yfir til­nefn­ing­arn­ar og tek­ur viðtöl við þær sem kom­ast í úr­slit. 

Parity hópurinn í Reykjavík

Verðlaunuð fyrir hugbúnað sinn

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir heiðruð í Laondon fyrir hugbúnað

Margrét V. Bjarnadóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Kristín B. Gunnarsdóttir

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir hlaut alþjóðleg verðlaun á þingi Heims­sam­taka frum­kvöðla og upp­finn­inga­kvenna GWI­IN, sem fram fór í London 27. – 28. júní. Hún hlaut fyrstu verðlaun í flokkn­um, overall plat­in­um in­ventor winner of the year 2019, fyr­ir hug­búnað. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Ný­sköp­un Mar­grét­ar heit­ir Payana­litics sem er hug­búnaðarlausn sem fram­kvæm­ir launa­grein­ing­ar, skoðar áhrif launa­ákv­arðana og ráðast á launa­bil kynj­anna með aðgerðaráætl­un og kostnaðargrein­ingu. 

Auk henn­ar voru einnig Krist­ín Brynja Gunn­ars­dótt­ir og Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir heiðraðar. Þess má geta að í fyrra hlaut Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir þessi sömu verðlaun fyrst ís­lenskra kvenna.