Verðlaunuð fyrir hugbúnað sinn

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir heiðruð í Laondon fyrir hugbúnað

Margrét V. Bjarnadóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Kristín B. Gunnarsdóttir

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir hlaut alþjóðleg verðlaun á þingi Heims­sam­taka frum­kvöðla og upp­finn­inga­kvenna GWI­IN, sem fram fór í London 27. – 28. júní. Hún hlaut fyrstu verðlaun í flokkn­um, overall plat­in­um in­ventor winner of the year 2019, fyr­ir hug­búnað. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Ný­sköp­un Mar­grét­ar heit­ir Payana­litics sem er hug­búnaðarlausn sem fram­kvæm­ir launa­grein­ing­ar, skoðar áhrif launa­ákv­arðana og ráðast á launa­bil kynj­anna með aðgerðaráætl­un og kostnaðargrein­ingu. 

Auk henn­ar voru einnig Krist­ín Brynja Gunn­ars­dótt­ir og Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir heiðraðar. Þess má geta að í fyrra hlaut Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir þessi sömu verðlaun fyrst ís­lenskra kvenna.