Um SFH

Hlutverk okkar

Ertu með ljós á perunni?

Hvað getum við gert fyrir þig?

SFH  vinnur að framgangi frumkvöðlastarfs og hugvits á Íslandi
SFH er tengslanet þeirra, sem vinna að þróun og nýtingu  nýrra hugmynda og aðferða.
SFH er vettvangur áhugafólks um nýsköpun
SFH vinnur að auknum  réttindum almennra frumkvöðla og jafnræði þeirra í stuðningskerfinu.  
SFH leitast við að skapa farvegi til að nytsamar hugmyndir komist á framfæri.
SFH stuðlar að aukinni fræðslu og hvatningu til nýtingar hugvits á öllum sviðum.  
SFH stuðlar að varðveislu menningararfs þjóðarinnar á sviði hugvits og frumkvöðlastarfs.

Unnið að bættu lagaumhverfi.

Eitt af meginverkefnum stjórnar SFH er að beita sér fyrir lagfæringum á því lagaumhverfi sem frumkvöðlar búa við.  Þar eru verkefnin næg, eins og við öll vitum.  Nokkuð hefur verið um það í seinni tíð að frumvörp og önnur þingmál séu send SFH með umsagnarbeiðni, og ber að sjálfsögðu að fagna þeirri viðleitni Alþingis.

SFH er meðlimur og í stjórn IFIA

Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna (SFH)  
voru stofnuð 4. desember 2008 á grunni Landssambands hugvitsmanna.  Tilgangurinn með þeirri formbreytingu var annarsvegar að gera félagið einfaldara og stjórnhæfara í sniðum og hinsvegar að ná til breiðari hóps.  Sett voru ný og einfaldari lög; kosnir 3 aðalmenn í stað 7 áður; stefnumið endurskoðuð og aðild breikkuð.  Nú nær félagið til frumkvöðla af öllu tagi og áhugafólks, auk hugvitsmanna.  Lög og stefnu SFH má sjá hér annarsstaðar á vefsíðunni.

Tækniminjasafnið í Prag

Samvinna áhugamannafélaga í frumkvöðlastarfsemi. 
SFH hafa lagt áherslu á að eiga gott samstarf við aðila sem vinna á sviði frumkvöðlastarfsemi.  Einkum er lögð áhersla á góða samvinnu við áhugamannafélög sem vinna að svipuðum markmiðum.  Systursamtök SFH er KVENN (Félag kvenna í nýsköpun), og er góð samvinna milli þessara félaga.  Um nokkurn tíma hefur SFH átt gott samstarf við ÁTAK (Áhugasamtök um tæknimiðstöð fyrir almenning og kennslu) sem vinnur að því að hérlendis rísi “science center” af svipuðum toga og algeng eru í öðrum þróuðum ríkjum.  M.a. hafa SFH og ÁTAK mótað verkefni um ritun sögu hugvitsmanna, og vinna nú að fjármögnun þess.  SFH; KVENN og ÁTAK reka sameiginlega skrifstofu að Ásbrú.  Sumarið 2009 var svo efnt til samvinnu við fjórða félagið á frumkvöðlasviði.  Þá var haldinn fundur fulltrúa SFH; KVENN; ÁTAKs og FÍKNF (Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt).  Ákveðið var að stefna að nánari samvinnu þessara fjögurra félaga, enda markmið þeirra flest hin sömu þó starfssvið séu ólík.  Stefnt var að því m.a. að halda árlegan viðburð á sviði frumkvöðlastarfs og nýsköpunar, sem hefði það markmið að kynna starfsemi hugvitsmanna og frumkvöðla; efla kynningu innan sviðsins og hvetja til nýsköpunar.

Styrktaraðilar SFH: