Fimm Íslendingar hlutu tilnefningar

Fimm Íslend­ing­ar voru til­nefnd­ir og hlutu viður­kenn­ingu á veg­um GlobalWi­in

Guðmundur og Eyþór á verðlaunapalli

Fimm Íslend­ing­ar voru til­nefnd­ir og hlutu viður­kenn­ingu á veg­um GlobalWi­in, sem veit­ir verðlaun fyr­ir bestu upp­finn­ing­una, eða frum­kvöðlaverk­efnið, ár hvert. Tvisvar hef­ur ís­lensk kona unnið aðal­verðlaun­in, en þeim fylg­ir tit­ill­inn: „upp­finn­inga­kona árs­ins.“

Þau sem voru til­nefnd að þessu sinni voru þau María Guðmunds­dótt­ir, fyr­ir tölvu­leik­inn Pa­rity, Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir og Júlí­us Ingi Jóns­son fyr­ir The Lava Show og loks Guðrún Líf Björns­dótt­ir og Guðmund­ur R. Ein­ars­son fyr­ir Skap­alón. 

Ragnhildur og Júlíus ásamt Elinóru Ingu Sigurðardóttur

Verðlaun­in ganga út á að gera kon­ur meira sýni­leg­ar í ný­sköp­un og hvetja þær áfram. Er þetta í fyrsta skipti sem teymi fá viður­kenn­ingu. Því gátu Guðmund­ur og Júlí­us verið meðal til­nefndra, þótt þeir séu ekki kon­ur.

Verðlauna­hátíðin hef­ur ekki farið fram í tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins Covid-19, svo viður­kenn­ing­ar voru veitt­ar þeim sem til­nefnd­ir hafa verið síðastliðin 2 ár.

Guðmund­ur og Eyþór voru einu Íslend­ing­arn­ir sem sáu sér fært að vera viðstadd­ir at­höfn­ina í Lund­ún­um, en El­ínóra Inga Sig­urðardótt­ir, full­trúi Íslands í fram­kvæmda­stjórn GlobalWi­in, út­hlutaði viður­kenn­ing­un­um til hinna í kjöl­farið. 

Eyþór tók á móti verðlaun­um sem “karl­kyns meist­ari”.
Guðmundur hlaut verðlaun fyrir Skapalón

Þá hlaut Dr. Eyþór Ivar Jóns­son viður­kenn­ing­una „Karl­kyns meist­ari“ (e. Male champ­i­on), fyr­ir störf sín í tengsl­um við frum­kvöðlastarf og hvatn­ingu til kvenna í gegn­um árin, en hann er einn af stofn­end­um Akedem­i­as. 

Haldið á Íslandi að ári

Und­ir­bún­ing­ur er þegar haf­inn fyr­ir næstu GlobalWi­in verðlauna­hátíð, sem mun fara fram á Íslandi í sept­em­ber að ári. 

Fljót­lega verður haf­ist handa við að til­nefna kon­ur til viður­kenn­ing­ar fyr­ir ný­sköp­un. Alþjóðleg dóm­nefnd fer svo yfir til­nefn­ing­arn­ar og tek­ur viðtöl við þær sem kom­ast í úr­slit. 

Parity hópurinn í Reykjavík