Heimsókn frá SideWind

Græn orka í skipaflotanum: Íslenskir frumkvöðlar í fararbroddi

Þann 8. febrúar fengum við frábæra heimsókn frá fyrirtækinu SideWind, hjónin og frumkvöðlanna þau Maríu Kristínu Þrastardóttur og Óskar Svavarsson. Markmið fyrirtækisins er að sýna fram á möguleika vindorku í að minnka kolefnislosun vöru- og gámaflutningaiðnaðarins. SideWind kemur fram með nýja hugmynd sem byggir á plug&play tækni, endurvinnanlegri, hagnýtri og afar hagkvæmri vindtúrbínu á lóðréttum ási (VAWT), sem komið er fyrir í endurnýttum, færanlegum, vegglausum flutningagámum sem virkjar þá vindorku sem flæðir yfir flutningaskip bæði á ferð og við akkeri.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með verkefninu SideWind í framtíðinni.

Sjón er sögu ríkari: Heimasíða SideWind.is