Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Umsóknarfrestur til 26. ágúst 2022

Fyrirtækjastyrkur Fræ


Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Alltaf er opið fyrir umsóknir en umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu. Tilkynnt verður um úthlutun í júní 2022.

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum.

Styrkupphæð getur numið allt að tveimur milljónum króna og verkefninu skal lokið innan 12 mánaða

Allar nánari upplýsingar um Fræ/Þróunarfræ eru að finna á síðu sjóðsins.

RÚV 16. ágúst 2022

Fréttir að Norðan

Á Akureyri er í boði vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla með nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni á byrjunarstigi og hún talin góð lyftistöng til að þróa áfram hinar ýmsu hugmyndir.

Styrkir frumkvöðla og AkureyrarAkademíuna

AkureyrarAkademían

Vinnuaðstaðan er á vegum AkureyrarAkademíunnar í samstarfi við Akureyrarbæ. „Markmiðið er tvennskonar. Í fyrsta lagi er þetta hugsað sem stuðningur við frumkvöðlana og hins vegar stuðningur við starfsemi AkureyrarAkademíunnar,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar.

Viðskiptalausnir á netinu algengasta viðfangsefnið

Verkefninu hefur verið haldið úti frá því í maí í fyrra og hefur reynst vel. „Þeir sem hafa hingað til verið hjá okkur hafa aðallega verið að vinna að því að þróa ýmsar viðskiptalausnir á netinu fyrir stofnanir og fyrirtæki með það fyrir augum að fara síðan seinna út í fyrirtækjarekstur á þessu sviði,“ segir Aðalheiður.

Fyrst og fremst hugsað fyrir verkefni á frumstigi

Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ, segir aðstöðu sem þessa geta breytt miklu fyrir fólk með verkefni á frumstigi. „Þetta eru oft einstaklingar sem eru þá vinnandi heima hjá sér eða ekki í samfélagi og hafa ekki aðgang að reglulegum vinnustað eða vinnutíma. Það getur bara skipt mjög miklu máli að fá þessa festu og hafa þá tækifæri til þess í hálft ár án þess að borga fyrir,“ segir hann.

Þórgnýr vonar að í framtíðinni verði hægt að setja á fót samvinnumiðstöð á Akureyri sem væri vettvangur fyrir frumkvöðla, en líka fólk sem vinnur heima. 

RÚV 16. ágúst 2022

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *