Heimsókn frá SideWind

Græn orka í skipaflotanum: Íslenskir frumkvöðlar í fararbroddi

Þann 8. febrúar fengum við frábæra heimsókn frá fyrirtækinu SideWind, hjónin og frumkvöðlanna þau Maríu Kristínu Þrastardóttur og Óskar Svavarsson. Markmið fyrirtækisins er að sýna fram á möguleika vindorku í að minnka kolefnislosun vöru- og gámaflutningaiðnaðarins. SideWind kemur fram með nýja hugmynd sem byggir á plug&play tækni, endurvinnanlegri, hagnýtri og afar hagkvæmri vindtúrbínu á lóðréttum ási (VAWT), sem komið er fyrir í endurnýttum, færanlegum, vegglausum flutningagámum sem virkjar þá vindorku sem flæðir yfir flutningaskip bæði á ferð og við akkeri.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með verkefninu SideWind í framtíðinni.

Sjón er sögu ríkari: Heimasíða SideWind.is

Heimsókn frá Auðnu Tæknitorgi

fyrirlestur Einars Mäntylä

Fyrsti félagsfundur ársins SFH og Kvenn var haldinn í húsnæði félagsins að Sigtúni 42 í Reykjavík þ. 18. janúar 2024. Á fundinum hélt Einar Mäntylä framkvæmdastjóri Auðnu Tæknitorgs kynningu á starfsemi Auðnu. Einar Hann er með doktorsgráðu í sameindaerfðafræði og MBA in Innovation and Business Creation frá Tækniháskólanum í Munchen (TUM) og áratuga alþjóðlega reynslu af lífvísindum, líftækni og þróun líftæknilyfja. Hann hefur unnið sem frumkvöðull og stjórnandi að tækni- viðskipta- og vöruþróun og hefur unnið að stefnumótun á sviði nýsköpunar innan félagasamtaka, fyrirtækja og háskóla.

Einar hefur kennt ýmsar greinar líftækni við innlenda og erlenda háskóla og ver gesta-dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hann er meðlimur í alþjóðlegri dómnefnd Eureka Eurostars nýsköpunar áætlunarinnar. Einar err frumkvöðull og meðstofnandi ORF Líftækni hf. Og DISACT efh. „Vísindin eru lykillinn að betra, upplýstara og samkeppnishæfara samfélagi.“

Það var mikill fengur í því að fá Einar á fund með okkur. Hann kynnti okkur starfsemi Auðnu Tæknitorgs en fór einnig vítt og breytt yfir ýmis hafkvæm atriði sem geta nýst frumkvöðlum svo sem umsóknir um einkaleyfi o.fl.

Auðna Tæknitorg (https://audna.is/) sinnir tækni- og þekkingaryfirfærslu fyrir alla háskóla landsins og helstu opinberu rannsóknarstofnanir. Auðna er óhagnaðardrifið fyrirtæki sem er í eigu allra háskóla landsins, Landspítala Háskólasjúkrahúss, Vísindagarða Háskóla Íslands, Matís og Samtaka Iðnaðarins. Markmiðið er að styðja íslenskt vísindasamfélag með ráðum og dáð þegar kemur að hugverkavernd, greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi, tengja uppfinningar og væntanleg nýsköpunarverkefni við fjárfesta og atvinnulíf, einnig aðstoð við myndun sprotafyrirtækja.

Auðna er opin öllum frumkvöðlum sem geta þar fengið ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi stofnun sprotafyrirtækja og hugverkarétt.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér starfsemi Auðnu á https://audna.is/ eða https://ttoiceland.is/ og vera óhræddir við að hafa samband við þeirra ráðgjafa.

Sérstök athygli skal vakin á Masterclass námskeiði Auðnu sem verður haldið fljótlega

Fréttir frá Hugverkastofu

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki eiga flest skráð einkaleyfi og vörumerki hér á landi

Marel, Össur og Hampiðjan með flest íslensk einkaleyfi innlendra aðila

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki skipa öll efstu fimmtán sætin á lista yfir þau fyrirtæki sem eiga flest einkaleyfi hér á landi. Níu af þeim fimmtán fyrirtækjum sem eiga flest skráð vörumerki eru einnig alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Þau fyrirtæki sem eiga flestar hönnunarskráningar eru fjölbreyttari en meðal þeirra eru erlendir bíla- og úraframleiðendur áberandi. Þessar upplýsingar og margt fleira má finna í nýútgefinni gagnvirkri tölfræði á vef Hugverkastofunnar.

Alls eru skráð tæplega 9.500 einkaleyfi á Íslandi og ríflega 60.000 vörumerki. Hönnunarskráningar eru  ríflega 1.400.

Á síðunni er m.a. hægt að nálgast upplýsingar um umsækjendur og eigendur hugverkaréttinda hér á landi, eftir löndum. Ef aðeins er horft til íslenskra aðila eru í gildi 89 einkaleyfi hér á landi, tæplega 7.000 skráð vörumerki og 129 hönnunarskráningar. Marel á flest einkaleyfi, ellefu talsins og Össur og Hampiðjan næstflest, 10 hvort fyrirtæki. Actavis á flest skrásett vörumerki eða 479,  Ölgerðin Egill Skallagrímsson á 122 og Mjólkursamsalan 93. Flestar hönnunarskráningar eru í eigu einstaklinga.

Þegar horft er til þess hvaðan þau fyrirtæki eru sem eiga flest hugverkaréttindi hér á landi verma bandarísk fyrirtæki toppsætið bæði hvað varðar einkaleyfi og vörumerki. Þýsk fyrirtæki fylgja þeim fast á eftir varðandi hvort tveggja. Flest fyrirtæki sem eiga skráða hönnun eru svissnesk, þá koma íslensk fyrirtæki og bandarísk fyrirtæki eru þar í þriðja sæti.

Hægt er að sækja um skráningu hugverkaréttinda á vef Hugverkastofunnar.

Um Hugverkastofuna

Hlutverk Hugverkastofunnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Stofnunin veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði og vinnur að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi. Hugverkastofan heyrir undir nýtt ráðuneyti háskóla, nýsköpunar og iðnaðar.

Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Umsóknarfrestur til 26. ágúst 2022

Fyrirtækjastyrkur Fræ


Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Alltaf er opið fyrir umsóknir en umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu. Tilkynnt verður um úthlutun í júní 2022.

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum.

Styrkupphæð getur numið allt að tveimur milljónum króna og verkefninu skal lokið innan 12 mánaða

Allar nánari upplýsingar um Fræ/Þróunarfræ eru að finna á síðu sjóðsins.

RÚV 16. ágúst 2022

Fréttir að Norðan

Á Akureyri er í boði vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla með nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni á byrjunarstigi og hún talin góð lyftistöng til að þróa áfram hinar ýmsu hugmyndir.

Styrkir frumkvöðla og AkureyrarAkademíuna

AkureyrarAkademían

Vinnuaðstaðan er á vegum AkureyrarAkademíunnar í samstarfi við Akureyrarbæ. „Markmiðið er tvennskonar. Í fyrsta lagi er þetta hugsað sem stuðningur við frumkvöðlana og hins vegar stuðningur við starfsemi AkureyrarAkademíunnar,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar.

Viðskiptalausnir á netinu algengasta viðfangsefnið

Verkefninu hefur verið haldið úti frá því í maí í fyrra og hefur reynst vel. „Þeir sem hafa hingað til verið hjá okkur hafa aðallega verið að vinna að því að þróa ýmsar viðskiptalausnir á netinu fyrir stofnanir og fyrirtæki með það fyrir augum að fara síðan seinna út í fyrirtækjarekstur á þessu sviði,“ segir Aðalheiður.

Fyrst og fremst hugsað fyrir verkefni á frumstigi

Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ, segir aðstöðu sem þessa geta breytt miklu fyrir fólk með verkefni á frumstigi. „Þetta eru oft einstaklingar sem eru þá vinnandi heima hjá sér eða ekki í samfélagi og hafa ekki aðgang að reglulegum vinnustað eða vinnutíma. Það getur bara skipt mjög miklu máli að fá þessa festu og hafa þá tækifæri til þess í hálft ár án þess að borga fyrir,“ segir hann.

Þórgnýr vonar að í framtíðinni verði hægt að setja á fót samvinnumiðstöð á Akureyri sem væri vettvangur fyrir frumkvöðla, en líka fólk sem vinnur heima. 

RÚV 16. ágúst 2022