SFH – Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna

Velkomin á heimasíðu SFH!

Hver eru helstu verkefni okkar?

SFH  vinnur að framgangi frumkvöðlastarfs og hugvits á Íslandi
SFH er tengslanet þeirra, sem vinna að þróun og nýtingu  nýrra hugmynda og aðferða.
SFH er vettvangur áhugafólks um nýsköpun
SFH vinnur að auknum  réttindum almennra frumkvöðla og jafnræði þeirra í stuðningskerfinu.  
SFH leitast við að skapa farvegi til að nytsamar hugmyndir komist á framfæri.
SFH stuðlar að aukinni fræðslu og hvatningu til nýtingar hugvits á öllum sviðum.  
SFH stuðlar að varðveislu menningararfs þjóðarinnar á sviði hugvits og frumkvöðlastarfs.

Unnið að bættu lagaumhverfi.

Eitt af meginverkefnum stjórnar SFH er að beita sér fyrir lagfæringum á því lagaumhverfi sem frumkvöðlar búa við.  Þar eru verkefnin næg, eins og við öll vitum.  Nokkuð hefur verið um það í seinni tíð að frumvörp og önnur þingmál séu send SFH með umsagnarbeiðni, og ber að sjálfsögðu að fagna þeirri viðleitni Alþingis.