Heimsókn frá SideWind

Græn orka í skipaflotanum: Íslenskir frumkvöðlar í fararbroddi

Þann 8. febrúar fengum við frábæra heimsókn frá fyrirtækinu SideWind, hjónin og frumkvöðlanna þau Maríu Kristínu Þrastardóttur og Óskar Svavarsson. Markmið fyrirtækisins er að sýna fram á möguleika vindorku í að minnka kolefnislosun vöru- og gámaflutningaiðnaðarins. SideWind kemur fram með nýja hugmynd sem byggir á plug&play tækni, endurvinnanlegri, hagnýtri og afar hagkvæmri vindtúrbínu á lóðréttum ási (VAWT), sem komið er fyrir í endurnýttum, færanlegum, vegglausum flutningagámum sem virkjar þá vindorku sem flæðir yfir flutningaskip bæði á ferð og við akkeri.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með verkefninu SideWind í framtíðinni.

Sjón er sögu ríkari: Heimasíða SideWind.is

Heimsókn frá Auðnu Tæknitorgi

fyrirlestur Einars Mäntylä

Fyrsti félagsfundur ársins SFH og Kvenn var haldinn í húsnæði félagsins að Sigtúni 42 í Reykjavík þ. 18. janúar 2024. Á fundinum hélt Einar Mäntylä framkvæmdastjóri Auðnu Tæknitorgs kynningu á starfsemi Auðnu. Einar Hann er með doktorsgráðu í sameindaerfðafræði og MBA in Innovation and Business Creation frá Tækniháskólanum í Munchen (TUM) og áratuga alþjóðlega reynslu af lífvísindum, líftækni og þróun líftæknilyfja. Hann hefur unnið sem frumkvöðull og stjórnandi að tækni- viðskipta- og vöruþróun og hefur unnið að stefnumótun á sviði nýsköpunar innan félagasamtaka, fyrirtækja og háskóla.

Einar hefur kennt ýmsar greinar líftækni við innlenda og erlenda háskóla og ver gesta-dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hann er meðlimur í alþjóðlegri dómnefnd Eureka Eurostars nýsköpunar áætlunarinnar. Einar err frumkvöðull og meðstofnandi ORF Líftækni hf. Og DISACT efh. „Vísindin eru lykillinn að betra, upplýstara og samkeppnishæfara samfélagi.“

Það var mikill fengur í því að fá Einar á fund með okkur. Hann kynnti okkur starfsemi Auðnu Tæknitorgs en fór einnig vítt og breytt yfir ýmis hafkvæm atriði sem geta nýst frumkvöðlum svo sem umsóknir um einkaleyfi o.fl.

Auðna Tæknitorg (https://audna.is/) sinnir tækni- og þekkingaryfirfærslu fyrir alla háskóla landsins og helstu opinberu rannsóknarstofnanir. Auðna er óhagnaðardrifið fyrirtæki sem er í eigu allra háskóla landsins, Landspítala Háskólasjúkrahúss, Vísindagarða Háskóla Íslands, Matís og Samtaka Iðnaðarins. Markmiðið er að styðja íslenskt vísindasamfélag með ráðum og dáð þegar kemur að hugverkavernd, greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi, tengja uppfinningar og væntanleg nýsköpunarverkefni við fjárfesta og atvinnulíf, einnig aðstoð við myndun sprotafyrirtækja.

Auðna er opin öllum frumkvöðlum sem geta þar fengið ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi stofnun sprotafyrirtækja og hugverkarétt.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér starfsemi Auðnu á https://audna.is/ eða https://ttoiceland.is/ og vera óhræddir við að hafa samband við þeirra ráðgjafa.

Sérstök athygli skal vakin á Masterclass námskeiði Auðnu sem verður haldið fljótlega

Fréttir frá Hugverkastofu

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki eiga flest skráð einkaleyfi og vörumerki hér á landi

Marel, Össur og Hampiðjan með flest íslensk einkaleyfi innlendra aðila

Alþjóðleg lyfjafyrirtæki skipa öll efstu fimmtán sætin á lista yfir þau fyrirtæki sem eiga flest einkaleyfi hér á landi. Níu af þeim fimmtán fyrirtækjum sem eiga flest skráð vörumerki eru einnig alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Þau fyrirtæki sem eiga flestar hönnunarskráningar eru fjölbreyttari en meðal þeirra eru erlendir bíla- og úraframleiðendur áberandi. Þessar upplýsingar og margt fleira má finna í nýútgefinni gagnvirkri tölfræði á vef Hugverkastofunnar.

Alls eru skráð tæplega 9.500 einkaleyfi á Íslandi og ríflega 60.000 vörumerki. Hönnunarskráningar eru  ríflega 1.400.

Á síðunni er m.a. hægt að nálgast upplýsingar um umsækjendur og eigendur hugverkaréttinda hér á landi, eftir löndum. Ef aðeins er horft til íslenskra aðila eru í gildi 89 einkaleyfi hér á landi, tæplega 7.000 skráð vörumerki og 129 hönnunarskráningar. Marel á flest einkaleyfi, ellefu talsins og Össur og Hampiðjan næstflest, 10 hvort fyrirtæki. Actavis á flest skrásett vörumerki eða 479,  Ölgerðin Egill Skallagrímsson á 122 og Mjólkursamsalan 93. Flestar hönnunarskráningar eru í eigu einstaklinga.

Þegar horft er til þess hvaðan þau fyrirtæki eru sem eiga flest hugverkaréttindi hér á landi verma bandarísk fyrirtæki toppsætið bæði hvað varðar einkaleyfi og vörumerki. Þýsk fyrirtæki fylgja þeim fast á eftir varðandi hvort tveggja. Flest fyrirtæki sem eiga skráða hönnun eru svissnesk, þá koma íslensk fyrirtæki og bandarísk fyrirtæki eru þar í þriðja sæti.

Hægt er að sækja um skráningu hugverkaréttinda á vef Hugverkastofunnar.

Um Hugverkastofuna

Hlutverk Hugverkastofunnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Stofnunin veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði og vinnur að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi. Hugverkastofan heyrir undir nýtt ráðuneyti háskóla, nýsköpunar og iðnaðar.

Heimsókn SFH á Breiðina á Akranesi

Laugardaginn 15. október 202

Það blés ansi hressilega en byrlega um okkur hina fáu og huguðu sem börðust á móti Kára á Kjalarnesi á leið okkar upp á Akranes laugardaginn 15. október 2022.

Hjá þróunarfélaginu Breið sem tekið hefur sér bólfestu í glæsilegu fiskverkunarhúsi HB-Granda sem nú er í eigu Brims hf ríkti hins vegar stóísk ró og friður enda laugardagur og fáir á ferli nema Gísli Gíslason stjórnarformaður Breiðarinnar. Frá honum geislaði hlýja og speki eins og hjá gömlum traustum skipstjóra sem kann að sæta lagi í ölduróti. Klæddur duggarapeysu gaf hann sér góðan tíma til að spjalla við okkur, sýndi okkur glæsilegt húsnæðið og aðstöðuna, bauð upp á kaffi og tók í nefið.

Gísli segir frá starfseminni

Þróunarfélagið Breið er samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brims hf. sem hefur það markmið að byggja upp Breiðina og styðja við atvinnuppbyggingu og nýsköpun á Akranesi til framtíðar. Núverandi starfsemi fer m.a. fram á rannsóknar- og nýsköpunarsetri, stóru samvinnurými og Fab Lab smiðja Vesturlands. Fab lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.
Hér er hægt að skoða ársskýrslu Fab lab smiðju Vesturlands 2021

Breið þrónunarfélag býður frumkvöðlum upp á glæsilega aðstöðu og ráðgjöf gegn vægu gjaldi. Einnig er þar aðstaða til smíða frumgerða og þróunar verkefna í samvinnu við margvíslega sérfræðinga. Það er óhætt að mæla með heimsókn til Gísla á Breiðinni því hann og hans fólk munu taka vel á móti hugmyndaríku fólki.

Hugmyndabók Elinóru Ingu

Við þökkum Gísla Gíslasyni kærlega fyrir frábærar móttökur og fróðlega kynningu! Stuttu eftir að við vorum aftur komin í bæinn var veginum lokað vegna fárviðris svo við sluppum með skrekkinn en eftir lifa góðar minningar frá heimsókn okkar upp á Akranes (Florida-skaga).

Í lok heimsóknarinnar afhenti Elinóra Inga, í þakklætisskyni, Gísla eintak af bók sinni, “Hugmyndabókin” sem eflaust mun koma sér vel við að virkja hugvitið á Skaganum

Nokkrar mynningar í myndum frá heimsókn SFH á Breiðina á Akranesi:

Heimsókn SFH í Hugverkastofuna

22. september 2022

Fyrsta fræðslu- og fyrirtækjaheimsókn haustsins var í Hugverkastofuna sem er opinber stofnun undir yfirstjórn háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Stofnunin tók til starfa þ. 1. júlí 1991 undir heitinu „Einkaleyfastofan“ og tók þá við hlutverki einkaleyfa- og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins. Þann 1. júlí 2019 var nafni stofnunarinnar breytt og ber stofnunin nú heitið Hugverkastofan.

Á fundinum fengum við frábæra og mjög gagnlega kynningu á starfsemi stofnunarinnar sem var í höndum Margrétar Ragnarsdóttur lögfræðings hugverkasviðs.  Henni til halds og trausts var Eiríkur Sigurðsson samskiptastjóri.  

Margrét og Eíríkur

Á fundinum fengum við ítarlega og skemmtilega kynningu á starfsemi Hugverkastofu og hinna ýmsu sviða þar á bæ og var fjallað um hugverk og hugverkaréttindi og lagalegan grundvöll stofnunarinnar og umsóknarferli þegar við sækjum um hönnunarvernd, vörumerki og einkaleyfi. Einnig var rætt um viðskiptaleyndarmál og höfundarrétt o.fl. spennandi málefni.

Rétt er að benda á heimasíðu Hugverkastofnunar www.hugverk.is en þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir hugvitsmenn og frumkvöðla. Þar er einnig að finna leitarvél fyrir vörumerki, einkaleyfi og hönnun á Íslandi https://www.hugverk.is/leit/einkaleyfi.

Einnig skal bent á þá viðamiklu ráðgjöf sem öllum hugvitsmönnum og frumkvöðlum stendur til boða hjá stofnuninni.

Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur og skemmtilega og fróðlega fræðslu um hugverk og hugverkavernd sem kemur okkur öllum til góða.

Sjáumst öll í næstu fræðslu- og fyrirtækjaferð!

Fimm Íslendingar hlutu tilnefningar

Fimm Íslend­ing­ar voru til­nefnd­ir og hlutu viður­kenn­ingu á veg­um GlobalWi­in

Guðmundur og Eyþór á verðlaunapalli

Fimm Íslend­ing­ar voru til­nefnd­ir og hlutu viður­kenn­ingu á veg­um GlobalWi­in, sem veit­ir verðlaun fyr­ir bestu upp­finn­ing­una, eða frum­kvöðlaverk­efnið, ár hvert. Tvisvar hef­ur ís­lensk kona unnið aðal­verðlaun­in, en þeim fylg­ir tit­ill­inn: „upp­finn­inga­kona árs­ins.“

Þau sem voru til­nefnd að þessu sinni voru þau María Guðmunds­dótt­ir, fyr­ir tölvu­leik­inn Pa­rity, Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir og Júlí­us Ingi Jóns­son fyr­ir The Lava Show og loks Guðrún Líf Björns­dótt­ir og Guðmund­ur R. Ein­ars­son fyr­ir Skap­alón. 

Ragnhildur og Júlíus ásamt Elinóru Ingu Sigurðardóttur

Verðlaun­in ganga út á að gera kon­ur meira sýni­leg­ar í ný­sköp­un og hvetja þær áfram. Er þetta í fyrsta skipti sem teymi fá viður­kenn­ingu. Því gátu Guðmund­ur og Júlí­us verið meðal til­nefndra, þótt þeir séu ekki kon­ur.

Verðlauna­hátíðin hef­ur ekki farið fram í tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins Covid-19, svo viður­kenn­ing­ar voru veitt­ar þeim sem til­nefnd­ir hafa verið síðastliðin 2 ár.

Guðmund­ur og Eyþór voru einu Íslend­ing­arn­ir sem sáu sér fært að vera viðstadd­ir at­höfn­ina í Lund­ún­um, en El­ínóra Inga Sig­urðardótt­ir, full­trúi Íslands í fram­kvæmda­stjórn GlobalWi­in, út­hlutaði viður­kenn­ing­un­um til hinna í kjöl­farið. 

Eyþór tók á móti verðlaun­um sem “karl­kyns meist­ari”.
Guðmundur hlaut verðlaun fyrir Skapalón

Þá hlaut Dr. Eyþór Ivar Jóns­son viður­kenn­ing­una „Karl­kyns meist­ari“ (e. Male champ­i­on), fyr­ir störf sín í tengsl­um við frum­kvöðlastarf og hvatn­ingu til kvenna í gegn­um árin, en hann er einn af stofn­end­um Akedem­i­as. 

Haldið á Íslandi að ári

Und­ir­bún­ing­ur er þegar haf­inn fyr­ir næstu GlobalWi­in verðlauna­hátíð, sem mun fara fram á Íslandi í sept­em­ber að ári. 

Fljót­lega verður haf­ist handa við að til­nefna kon­ur til viður­kenn­ing­ar fyr­ir ný­sköp­un. Alþjóðleg dóm­nefnd fer svo yfir til­nefn­ing­arn­ar og tek­ur viðtöl við þær sem kom­ast í úr­slit. 

Parity hópurinn í Reykjavík

Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Umsóknarfrestur til 26. ágúst 2022

Fyrirtækjastyrkur Fræ


Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni. Umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu.

Alltaf er opið fyrir umsóknir en umsóknir sem berast fyrir 26. ágúst nk. verða teknar fyrir af fagráði sjóðsins í næstu lotu. Tilkynnt verður um úthlutun í júní 2022.

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum.

Styrkupphæð getur numið allt að tveimur milljónum króna og verkefninu skal lokið innan 12 mánaða

Allar nánari upplýsingar um Fræ/Þróunarfræ eru að finna á síðu sjóðsins.

RÚV 16. ágúst 2022

Fréttir að Norðan

Á Akureyri er í boði vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla með nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni á byrjunarstigi og hún talin góð lyftistöng til að þróa áfram hinar ýmsu hugmyndir.

Styrkir frumkvöðla og AkureyrarAkademíuna

AkureyrarAkademían

Vinnuaðstaðan er á vegum AkureyrarAkademíunnar í samstarfi við Akureyrarbæ. „Markmiðið er tvennskonar. Í fyrsta lagi er þetta hugsað sem stuðningur við frumkvöðlana og hins vegar stuðningur við starfsemi AkureyrarAkademíunnar,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar.

Viðskiptalausnir á netinu algengasta viðfangsefnið

Verkefninu hefur verið haldið úti frá því í maí í fyrra og hefur reynst vel. „Þeir sem hafa hingað til verið hjá okkur hafa aðallega verið að vinna að því að þróa ýmsar viðskiptalausnir á netinu fyrir stofnanir og fyrirtæki með það fyrir augum að fara síðan seinna út í fyrirtækjarekstur á þessu sviði,“ segir Aðalheiður.

Fyrst og fremst hugsað fyrir verkefni á frumstigi

Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ, segir aðstöðu sem þessa geta breytt miklu fyrir fólk með verkefni á frumstigi. „Þetta eru oft einstaklingar sem eru þá vinnandi heima hjá sér eða ekki í samfélagi og hafa ekki aðgang að reglulegum vinnustað eða vinnutíma. Það getur bara skipt mjög miklu máli að fá þessa festu og hafa þá tækifæri til þess í hálft ár án þess að borga fyrir,“ segir hann.

Þórgnýr vonar að í framtíðinni verði hægt að setja á fót samvinnumiðstöð á Akureyri sem væri vettvangur fyrir frumkvöðla, en líka fólk sem vinnur heima. 

RÚV 16. ágúst 2022

Verðlaunuð fyrir hugbúnað sinn

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir heiðruð í Laondon fyrir hugbúnað

Margrét V. Bjarnadóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Kristín B. Gunnarsdóttir

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir hlaut alþjóðleg verðlaun á þingi Heims­sam­taka frum­kvöðla og upp­finn­inga­kvenna GWI­IN, sem fram fór í London 27. – 28. júní. Hún hlaut fyrstu verðlaun í flokkn­um, overall plat­in­um in­ventor winner of the year 2019, fyr­ir hug­búnað. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Ný­sköp­un Mar­grét­ar heit­ir Payana­litics sem er hug­búnaðarlausn sem fram­kvæm­ir launa­grein­ing­ar, skoðar áhrif launa­ákv­arðana og ráðast á launa­bil kynj­anna með aðgerðaráætl­un og kostnaðargrein­ingu. 

Auk henn­ar voru einnig Krist­ín Brynja Gunn­ars­dótt­ir og Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir heiðraðar. Þess má geta að í fyrra hlaut Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir þessi sömu verðlaun fyrst ís­lenskra kvenna.