Græn orka í skipaflotanum: Íslenskir frumkvöðlar í fararbroddi
Þann 8. febrúar fengum við frábæra heimsókn frá fyrirtækinu SideWind, hjónin og frumkvöðlanna þau Maríu Kristínu Þrastardóttur og Óskar Svavarsson. Markmið fyrirtækisins er að sýna fram á möguleika vindorku í að minnka kolefnislosun vöru- og gámaflutningaiðnaðarins. SideWind kemur fram með nýja hugmynd sem byggir á plug&play tækni, endurvinnanlegri, hagnýtri og afar hagkvæmri vindtúrbínu á lóðréttum ási (VAWT), sem komið er fyrir í endurnýttum, færanlegum, vegglausum flutningagámum sem virkjar þá vindorku sem flæðir yfir flutningaskip bæði á ferð og við akkeri.
Það verður mjög spennandi að fylgjast með verkefninu SideWind í framtíðinni.
Fimm Íslendingar voru tilnefndir og hlutu viðurkenningu á vegum GlobalWiin
Guðmundur og Eyþór á verðlaunapalli
Fimm Íslendingar voru tilnefndir og hlutu viðurkenningu á vegum GlobalWiin, sem veitir verðlaun fyrir bestu uppfinninguna, eða frumkvöðlaverkefnið, ár hvert. Tvisvar hefur íslensk kona unnið aðalverðlaunin, en þeim fylgir titillinn: „uppfinningakona ársins.“
Þau sem voru tilnefnd að þessu sinni voru þau María Guðmundsdóttir, fyrir tölvuleikinn Parity, Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson fyrir The Lava Show og loks Guðrún Líf Björnsdóttir og Guðmundur R. Einarsson fyrir Skapalón.
Ragnhildur og Júlíus ásamt Elinóru Ingu Sigurðardóttur
Verðlaunin ganga út á að gera konur meira sýnilegar í nýsköpun og hvetja þær áfram. Er þetta í fyrsta skipti sem teymi fá viðurkenningu. Því gátu Guðmundur og Júlíus verið meðal tilnefndra, þótt þeir séu ekki konur.
Verðlaunahátíðin hefur ekki farið fram í tvö ár vegna heimsfaraldursins Covid-19, svo viðurkenningar voru veittar þeim sem tilnefndir hafa verið síðastliðin 2 ár.
Guðmundur og Eyþór voru einu Íslendingarnir sem sáu sér fært að vera viðstaddir athöfnina í Lundúnum, en Elínóra Inga Sigurðardóttir, fulltrúi Íslands í framkvæmdastjórn GlobalWiin, úthlutaði viðurkenningunum til hinna í kjölfarið.
Eyþór tók á móti verðlaunum sem “karlkyns meistari”.
Guðmundur hlaut verðlaun fyrir Skapalón
Þá hlaut Dr. Eyþór Ivar Jónsson viðurkenninguna „Karlkyns meistari“ (e. Male champion), fyrir störf sín í tengslum við frumkvöðlastarf og hvatningu til kvenna í gegnum árin, en hann er einn af stofnendum Akedemias.
Haldið á Íslandi að ári
Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næstu GlobalWiin verðlaunahátíð, sem mun fara fram á Íslandi í september að ári.
Fljótlega verður hafist handa við að tilnefna konur til viðurkenningar fyrir nýsköpun. Alþjóðleg dómnefnd fer svo yfir tilnefningarnar og tekur viðtöl við þær sem komast í úrslit.
Margrét Vilborg Bjarnadóttir heiðruð í Laondon fyrir hugbúnað
Margrét V. Bjarnadóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Kristín B. Gunnarsdóttir
Margrét Vilborg Bjarnadóttir hlaut alþjóðleg verðlaun á þingi Heimssamtaka frumkvöðla og uppfinningakvenna GWIIN, sem fram fór í London 27. – 28. júní. Hún hlaut fyrstu verðlaun í flokknum, overall platinum inventor winner of the year 2019, fyrir hugbúnað. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Nýsköpun Margrétar heitir Payanalitics sem er hugbúnaðarlausn sem framkvæmir launagreiningar, skoðar áhrif launaákvarðana og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu.
Auk hennar voru einnig Kristín Brynja Gunnarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir heiðraðar. Þess má geta að í fyrra hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir þessi sömu verðlaun fyrst íslenskra kvenna.