Heimsókn frá Auðnu Tæknitorgi

fyrirlestur Einars Mäntylä

Fyrsti félagsfundur ársins SFH og Kvenn var haldinn í húsnæði félagsins að Sigtúni 42 í Reykjavík þ. 18. janúar 2024. Á fundinum hélt Einar Mäntylä framkvæmdastjóri Auðnu Tæknitorgs kynningu á starfsemi Auðnu. Einar Hann er með doktorsgráðu í sameindaerfðafræði og MBA in Innovation and Business Creation frá Tækniháskólanum í Munchen (TUM) og áratuga alþjóðlega reynslu af lífvísindum, líftækni og þróun líftæknilyfja. Hann hefur unnið sem frumkvöðull og stjórnandi að tækni- viðskipta- og vöruþróun og hefur unnið að stefnumótun á sviði nýsköpunar innan félagasamtaka, fyrirtækja og háskóla.

Einar hefur kennt ýmsar greinar líftækni við innlenda og erlenda háskóla og ver gesta-dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hann er meðlimur í alþjóðlegri dómnefnd Eureka Eurostars nýsköpunar áætlunarinnar. Einar err frumkvöðull og meðstofnandi ORF Líftækni hf. Og DISACT efh. „Vísindin eru lykillinn að betra, upplýstara og samkeppnishæfara samfélagi.“

Það var mikill fengur í því að fá Einar á fund með okkur. Hann kynnti okkur starfsemi Auðnu Tæknitorgs en fór einnig vítt og breytt yfir ýmis hafkvæm atriði sem geta nýst frumkvöðlum svo sem umsóknir um einkaleyfi o.fl.

Auðna Tæknitorg (https://audna.is/) sinnir tækni- og þekkingaryfirfærslu fyrir alla háskóla landsins og helstu opinberu rannsóknarstofnanir. Auðna er óhagnaðardrifið fyrirtæki sem er í eigu allra háskóla landsins, Landspítala Háskólasjúkrahúss, Vísindagarða Háskóla Íslands, Matís og Samtaka Iðnaðarins. Markmiðið er að styðja íslenskt vísindasamfélag með ráðum og dáð þegar kemur að hugverkavernd, greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi, tengja uppfinningar og væntanleg nýsköpunarverkefni við fjárfesta og atvinnulíf, einnig aðstoð við myndun sprotafyrirtækja.

Auðna er opin öllum frumkvöðlum sem geta þar fengið ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi stofnun sprotafyrirtækja og hugverkarétt.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér starfsemi Auðnu á https://audna.is/ eða https://ttoiceland.is/ og vera óhræddir við að hafa samband við þeirra ráðgjafa.

Sérstök athygli skal vakin á Masterclass námskeiði Auðnu sem verður haldið fljótlega