Íslenskt lækningatæki veldur byltingu í munnhirðu sjúklinga

Síðasti fræðslufundur SFH og Kvenn á þessum vetri var haldinn í Mannréttindahúsinu þ. 29. maí 2024. Þar fengum við mjög fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur frá Dr. Þorbjörgu Jensdóttur um lækningatækið HAp+, virkni þess og hvaða hugmyndir lágu þar að baki. Einnig fjallaði hún um stofnun fyrirtækja, samskipti við vísinda- og tæknimenn og fjárfesta svo og um markaðssetningu. Fyrirlesturinn var afar gagnlegur og fróðlegum og þökkum við Dr. Þorbjörgu kærlega fyrir.  

Dr. Þorbjörg Jensdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico lauk doktorsnámi í Danmörku og stundaði rannsóknir þeim tengdum á glerungseyðingu tanna. Þær rannsóknir leiddu af sér þróun HAp+, munnsogs-molanna sem örva munnvatnsframleiðslu án þess að eyða glerungi tannanna og sem bæta lífsgæði fólks sem þjáist af munnþurrki. Styrkur HAp+ er fyrst og fremst sá að langvarandi notkun molanna skemmir ekki tennur.
Þorbjörg stofnaði fyrirtækið IceMedico til markaðssetningar, sölu og frekari hönnunar. Mjög stór markaður er fyrir vöru eins og HAp+ því um 400 lyf á Íslandi valda munnþurrki og margir sjúkdómar svo sem Sjögrens heilkenni skerða starfsmi munnvatnskitla og hefur samstarf með fagfólki úr læknavísindunum reynst mjög haldgott til að byggja upp góða lækningavöru og sterkt vörumerki, enda er varan upprunnin úr læknavísindum.   

Dr. Þorbjörg segir HAp+ vera nýsköpun sem teljist til næstu kynslóðar af sælgæti, enda brúi þeir bilið á milli matvælaiðnaðar og tannlæknisfræðinnar. „HAp+ molarnir voru upprunalega þróaðir fyrir fólk sem þjást af munnþurrki,” segir dr. Þorbjörg. „Molarnir örva munnvatnsframleiðslu tuttugufalt og eru þrisvar sinnum virkari en að tyggja tyggigúmmí. Molarnir voru upphaflega þróaðir sem lausn við munnþurrksvandamáli en eru nú að ryðja sér til rúms sem lífstílsvara, enda sykurlausir, kalkbættir, hitaeiningasnauðir og tannvænir.“

HAp⁺ tæknin er afrakstur 15 ára klínískra rannsókna og vöruþróunar í Danmörku og á Íslandi á sviði tannlækninga. Tennur eyðast þegar þær verða fyrir sýruárásum. Munnvatn, sem er örvað af sýru, styrkir tennurnar og heldur þeim heilbrigðum. Þessi þversögn er leyst með einstöku sýru/kalsíum hlutfalli HAp⁺, sem sýrir munnvatnið án þess að gera það tærandi fyrir tennurnar. Þetta skapar áhrifaríkt munnvatnsörvandi efni sem, vegna mikils magns kalsíums, veldur ekki tannskemmdum. HAp⁺ er þannig byggt á einstöku sýru:kalsíum (Ca) hlutfalli; þannig að hýdroxýapatit (Ca₁₀(PO₄)6(OH)₂) steinefnið, þekkt sem HAp, er yfirmettað og kemur þannig í veg fyrir eyðingu á glerungi tannanna. Þannig virkar HAp+ sem mjög hæfur og áhrifaríkt munnhreinsiefni, sem er t.d. þrisvar sinnum áhrifaríkari en tyggigúmmí. Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+, varan sem flokkast sem lækningatæki er klínískt prófuð og er varið með alþjóðlegum einkaleyfum.

Þor­björg var val­in frum­kvöðull árs­ins 2016 af Stjórn­vísi 2016 og fékk GlobalWin viðurkenningu fyrir hugmynd síðan í Bari á Ítalíu árið 2017.

Hlekkir:
IceMedico
Stjórnvísi
GlobalWin

default